Category: Uncategorized
Skrifstofan Lokuð
Skrifstofa Toppstöðvarinnar verður lokuð frá föstudeginum 9 Nóv til fostudagsins 16 Nóv. Opið verður fyrir tölvopóst.
Shadow Creatures of Coke Light
Nýjasta tímarit NUDE er með opnu umfjöllun um Shadow Creatures og Coke light verðlaunin sem þær fengu á dögunum. Endilega tjekkið á því….
Nánar : Hér
Landslag – Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Föstudaginn 12 Okt opnar sýningin Landslag í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Verkið samanstendur af myndum teknum í gegn um vefmyndavélar sem staðsettar eru víðsvegar um Ísland.
Um verkið:
Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.
Sýningin mun standa til 4. desember.
Sýningar opnar mánudaga til föstudaga 12:00 – 19:00
Föstudaga 12:00 – 18:00
Um helgar 13:00 -17:00
Hönnunarmiðstöð – Hönnunarmars
Hönnunarmiðstöð leitar að hönnuðum fyrir einkenni Hönnunarmars 2013. Nánari upplýsingar Hér
Yfirborðsmeðhöndlun á Áli
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök Iðnaðarins standa saman að námskeiði um yfirborðsmeðhöndlun á áli um miðjan september. Kennari á námskeiði er Esben Øster, Teknisk Chef hjá HAI-Horsens í Danmörku og fer námskeiðið fram á ensku. Nánari upplýsingar Hér
Vala kveður
Valgerður Helga Schopka (Vala) hefur nú látið af störfum hjá okkur í Toppstöðinni. Hennar verður sárt saknað og þökkum við henni kærlega fyrir frábærlega vel unnin störf. Hún mun halda á vit ævintýrana hjá Össuri sem verkefnastjóri þar á bæ. Við óskum henni alls hins besta í nýja starfinu og framtíðinni og takk fyrir árin tvö.
Nýsköpunarstyrkir Landsbankanns
Landsbankinn veitir allt að fimmtán milljónum króna í nýsköpunarstyrki árið 2012 úr Samfélagssjóði bankans. Samfélagssjóður veitir fimm gerðir styrkja: afreksstyrki, námsstyrki, samfélagsstyrki, umhverfisstyrki og nýsköpunarstyrki.
Markmið nýsköpunarstyrkja er að styðja við frumkvöðla með því að veita þeim tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu.
Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir uppfærni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Endilega kynnið ykkur málið Hér
Sumarstarfsmaður 2012
Sæþór Ásgeirsson hefur verið ráðinn sumarstarfsmaður Toppstöðvarinnar í átaki Velferðarráðuneytis og Vinnumálastofnunar og í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sæþór er með BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands frá 2008 og stefnir á útskrift með MSc gráðu í lok árs 2012. Í námi sínu hefur hann lagt áherslu á orkuverkfræði og endurnýjanlega orku, allt frá vetnis- og rafbílum til kjarnorkuverkfræði. Síðan 2007 hefur Sæþór unnið að þróun og smíði óhefðbundinna vindmylla fyrir sumarhús, sem eru sérstaklega hannaðar til að þola íslenska veðráttu.
Eftir BS nám starfaði Sæþór hjá Icelandic Hydrogen og ásamt því að leggja stund á meistaranám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Meistarverkefni Sæþórs felst í hönnun og smíði sporðdrifs fyrir báta.
Sæþór hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist grænni orku og orkunýtingu og alls kyns mekanískum kerfum.
Sæþór mun taka virkan þátt í skipulagningu og uppbyggingu verkstæða Toppstöðvarinnar í sumar auk þess að hafa hér aðstöðu til smíði og prófana á fyrrnefndum vindmyllum. Við bjóðum hann velkominn í hópinn!