Frá 1. júní verður herbergi fyrir 2 -3 laust í skrifstofu- og hönnunarálmu Toppstöðvarinnar.
Tekið verður á móti umsóknum til 21.5. næstkomandi. Umsóknareyðublað er á heimasíðunni www. toppstodin.is undir “Umsækjendur” og skal sent á netfangið toppstodin@gmail.com . Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 892 9709 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.

Hádegiserindið miðvikudaginn 9. maí kl. 12.10 – 13.00
Síðasta hádegiserindi vetrarins í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni og vinnslumöguleika fjallar um steypu.
Það er Kai Westphal gæðastjóri hjá Steypustöðinni og byggingaverkfræðingur með sérmenntun í steypufræði sem kemur í Toppstöðina að þessu sinni. Fyrirlestur hans fjallur um grunnatriði í steypufræði og um möguleika í notkun í dag og í framtíðinni.
Steypa er mest notaða byggingarefnið í heiminum. Steypa býður upp á næstum því endalausa möguleiki fyrir þá sem koma að hönnun hennar. Hún er ekki bara notuð í mannvirki heldur jafnvel í húsgögn og aðrar vörur. Notkun steypu hófst fyrir um tvö þúsund árum. Í dag er steypa mjög vinsælt efni hjá arkitektum eins og Tadao Ando eða Zaha Hadid. Á Íslandi er steypa mikilvægasta byggingarefnið af því að hún er að stærstum hluta úr íslensku hráefni.
Erindið er öllum opið. Hönnuðir sérstaklega hvattir til að koma. Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.

Pétur Thomsen efnir til grunnnámskeiðs í Photoshop hér í Toppstöðinni.
Kennt er á helstu tól og tæki sem forritið bíður uppá.
Kennt er rétt vinnuferli í Photoshop, grunnurinn í litastjórnun, hráfælavinnslu og margt fleira.
Þátttakendur þurfa að hafa ferðatölvu með uppsettu Photoshop.
Námskeiðið er 3 kvöld, kennt frá kl. 19 – 22 og kostar 26.000.- kr.
Næsta námskeið verður haldið 12. 14. & 19. mars. Skráning er þegar hafin. (ATH takmarkaður fjöldi þátttakenda.)
Skráning og frekari upplýsingar hér.
Næstkomandi miðvikudag kemur Hulda Hákonardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ístex, í Toppstöðina og heldur hádegiserindi um ull. Erindið nefnist „Frá lambi til lopa“ og fjallar um ferðalag ullarinnar frá því að hún er sótt til bónda og þar til hún er tilbúin í hillur verslana.
Ístex kaupir ull beint frá bændum og framleiðir handprjónaband, vélprjónaband, vefnaðarband, gólfteppaband og ullarteppi úr íslenskri ull. Ístex gefur auk þess út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun.
Erindið er liður í erindaröð Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni, vinnslu og vöruþróunarmöguleika.
Allir eru velkomnir og hönnuðir hvattir til að koma.
Tvö pláss í hönnunar- og skrifstofuálmu Toppstöðvar voru að losna.
Umsóknareyðublað er á heimasíðunni toppstodin.is undir “Umsækjendur” og skal sent á netfangið toppstodin@gmail.com . Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 892 9709 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.
Hádegiserindið miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.10 – 13.00
Þá er komið að fjórða erindinu í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni og vinnslumöguleika.
Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Plastprents fjallar um plast og hagnýtingu þess í iðnaði og þá sérstaklega um hlutverk þess í umbúðum. Erindinu er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er sagt frá starfsemi Plastprents og þeim vörum sem félagið framleiðir. Í öðru lagi er fjallað um umbúðamarkaðinn á Íslandi og hvernig hann skiptist á milli plastumbúða, pappírs og annarra þátta. Að lokum er gert grein fyrir sögu plastefna og hagnýtingu þeirra í iðnaði og endurvinnslu þeirra sem fer vaxandi.
Erindið er öllum opið. Hönnuðir sérstaklega hvattir til að koma. Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.
Nú er tími til að sækja um aðstöðu í hönnunar- og skrifstofuálmu Toppstöðvarinnar. Örfá pláss laus!
Tilvalið tækifæri fyrir skapandi frumkvöðla til að bretta upp ermarnar á nýju ári og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd í einstöku umhverfi Toppstöðvarinnar í Elliðaárdalnum.
Umsóknareyðublað er undir “Umsækjendur” og skal sent á netfangið toppstodin@gmail.com . Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 892 9709 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.
Hin afar vinsælu ljómsyndanámskeið Péturs Thomsen ljósmyndara og myndlistarmanns hefjast nú aftur á vorönn í Toppstöðinni.
Námskeiðiðn eru ætlað byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum spegilmyndavélum.
Spegilmyndavélar eða DSLR myndavélar eru til dæmis Canon Eos 450D, Eos 60D, Nikon D5000, D3100 eða sambærilegar vélar.
Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á grunnatriðum ljósmyndunar.
Farið er yfir stillingar á myndavélinni, menu og virkni takka.
Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni : Ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira.
Farið er í grunnatriðin í flassnotkun og mynduppbyggingu og margt fleira.
Námskeiðið er 3 kvöld. Kennt frá klukkan 19:00 til 22:00.
Næsta námskeið verður haldið dagana 11., 16. & 18. janúar (skráning þegar hafin hér).
Nokkur pláss eru laus í hönnunar- og skrifstofuálmu Toppstöðvarinnar. Tilvalið tækifæri fyrir skapandi frumkvöðla til að bretta upp ermarnar á nýju ári og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd í einstöku umhverfi Toppstöðvarinnar í Elliðaárdalnum.
Umsóknir skal senda á netfangið toppstodin@gmail.com . Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 892 9709 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.