Í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku verða nokkrir frumkvöðlar og hönnuðir Toppstöðvarinnar með vinnustofur sínar opnar almenningi fimmtudaginn 17.11. kl. 15 – 18.
Áhugasömum gefst þá tækifæri á að kynna sér athafnasemi og verk eftirfarandi frumkvöðla og Toppfólks: Ingu Bjarkar Andrésdóttur fatahönnuðar, Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts, Droplaugar Benediktsdóttur og Fanneyjar Sesselju Ingólfsdóttur vöruhönnuða, Gunnars Sigfússonar og Halldórs Sigurþórssonar rafbílahönnuða og fleiri.
Gengið á gleri – landslagsarkitektúr:
DLD – Dagný Land Design
Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hefur að undanförnu unnið með grjót og endurunnið gler sem yfirborðsefni. Efnið hefur þann eiginleika að hleypa vatni í gegnum sig, þannig að yfirborð helst ávallt þurrt. Unnt er að nota það á margvíslegan máta, t.d. umhverfis götutré og fá þá ræturnar nægan raka.
Dagný er jafnframt með ljós í vinnslu sem hlotið hefur vinnuheitið „Flaskan mín fríð“, enda eingöngu unnið úr muldu drykkjargleri frá Endurvinnslunni.
Gestum gefst kostur á að skoða prufur Dagnýjar á vinnslustigi.
Dagný Bjarnadóttir útskrifaðist frá konunglega Landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn með meistaragráðu í
landslagsarktitektúr árið 1992.
Vöruhönnun:
Hnoss
Fanney “Sísí” Ingólfsdóttir og Droplaug Benediktsdóttir eiga og reka
vörumerkið Hnoss. Hugmyndin að Hnoss fæddist snemma árs 2011 og hefur verið í mótun síðan þá. Hnoss snýst um að skapa fallegar vörur og leikföng fyrir börn, þar er ímyndunaraflið fær á njóta sín og takmörkin eru engin. Í bígerð er fyrsta leikfang Hnoss, Gætrur, sem verður tilbúið snemma árs 2012. Gætrur merkir barnaleikir; falleg, gamaldags tréleikföng færð í nýjan og nútímalegri búning. Varan verður framleidd að öllu leyti hérlendis.
Á meðan að á vöruþróuninni stendur standa Hnossstúlkur í því að hanna tækifæriskort og aðrar fallegar prentvörur, allar framleiddar á Íslandi. Þær verða komnar í sölu núna í nóvember.
Fatahönnun:
IBA-The Indian in me
Í menningu og trúarlífi indjána er lögð mikil áheyrsla á fjölbreytileika hvers
einstaklings. Engin manneskja er
eins og því er enginn skartgripur nákvæmlega eins. Ekki einu sinni í hverju pari fyrir sig. Eiginleiki hvers og eins heillar Ingu Björk Andrésdóttur fatahönnuð og hún leggur áherslu á að hver og einn finni eitthvað sem höfðar til sín í skartinu og fatnaðinum sem hún hannar og verði algjörlega hans án þess að aðrir eigi
nákvæmlega eins.
Inga Björk Andrésdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2008 og
er með vinnuaðstöðu í Toppstöðinni fyrir merkið sitt IBA-The Indian in me.
Dagur rafbílsins
Þróunarfélag rafbíla stendur fyrir “Degi rafbílsins” í Toppstöðinni fimmtudaginn 17.11. kl. 16-18. Hægt verður að kynna sér þróunarvinnu félagsins við umbreytingar á bensínknúnun bílum yfir í rafknúna bíla . Auk þess verða á staðnum rafbílar sem almenningi gefst kostur á að prufukeyra með rafbílamönnum á svæði Toppstöðvar.
Jafnframt verða á staðnum verkfræðinemar frá Háskóla Íslands úr teyminu Uni. Iceland Racing Team sem
hafa aðstöðu í Toppstöðinni við hönnun og þróun rafknúins kappakstursbíls, Uni. Iceland Racing Team Vinnum að hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíls Uni. Iceland Racing Team Vinnum að hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíls.
Allir sem áhuga hafa á sköpun og frumkvæði eru hvattir til að koma. Kaffi á könnunni.