Nýsköpunarstyrkir Landsbankanns
Landsbankinn veitir allt að fimmtán milljónum króna í nýsköpunarstyrki árið 2012 úr Samfélagssjóði bankans. Samfélagssjóður veitir fimm gerðir styrkja: afreksstyrki, námsstyrki, samfélagsstyrki, umhverfisstyrki og nýsköpunarstyrki.
Markmið nýsköpunarstyrkja er að styðja við frumkvöðla með því að veita þeim tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu.
Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir uppfærni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Endilega kynnið ykkur málið Hér