Nýtt ljósmyndanámskeið að hefjast!

By admin, 04/01/2012 11:00

Ljósmyndanámskeið Péturs ThomsenHin afar vinsælu ljómsyndanámskeið Péturs Thomsen ljósmyndara og myndlistarmanns   hefjast nú aftur á vorönn í Toppstöðinni.

Námskeiðiðn eru ætlað byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum spegilmyndavélum.
Spegilmyndavélar eða DSLR myndavélar eru til dæmis Canon Eos 450D, Eos 60D, Nikon D5000, D3100 eða sambærilegar vélar.

Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á grunnatriðum ljósmyndunar.

Farið er yfir stillingar á myndavélinni, menu og virkni takka.
Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni : Ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira.
Farið er í grunnatriðin í flassnotkun og mynduppbyggingu og margt fleira.

Námskeiðið er 3 kvöld. Kennt frá klukkan 19:00 til 22:00.

Næsta námskeið verður haldið dagana 11., 16. & 18. janúar (skráning þegar hafin hér).

 

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy