PLAST – framleiðslu- og vinnslumöguleikar

By admin, 23/01/2012 09:59

Hádegiserindið miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.10 – 13.00

 

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Plastprents heldur erindi í ToppstöðÞá er komið að fjórða erindinu í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni og vinnslumöguleika.

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Plastprents fjallar um plast og hagnýtingu þess í iðnaði og þá sérstaklega um hlutverk þess í umbúðum. Erindinu er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er sagt frá starfsemi Plastprents og þeim vörum sem félagið framleiðir. Í öðru lagi er fjallað um umbúðamarkaðinn á Íslandi og hvernig hann skiptist á milli plastumbúða, pappírs og annarra þátta. Að lokum er gert grein fyrir sögu plastefna og hagnýtingu þeirra í iðnaði og endurvinnslu þeirra sem fer vaxandi.

Erindið er öllum opið. Hönnuðir sérstaklega hvattir til að koma. Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.

 

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy