FLUX – sýning Toppstöðvar á HönnunarMarsi 2012

By admin, 22/03/2012 16:42

Í Toppstöðinni flæðir sköpunarkrafturinn beislaður í tíma og rúmi. Hönnun og smíði á rafknúnum kappakstursbíl, grafík og vöruhönnun, fatahönnun í sjónrænum útfærslum, verkið „Gengið á grjóti og gleri“ og innsetning LIGHTHOUSE „LUX -Óðurinn til glóperunnar“ og hljóðverk Hafdísar Bjarnadóttur tónskálds.

Á Hönnunar Marsi skapar „Toppfólkið“ innsetningar í húsinu og býður almenningi og áhugasömum í heimsókn. Kaffi og kleinur. Opið laugardag 24.3. kl. 11 -17 og sunnudag 25.3. kl. 13 – 17.

Toppfólk:
• DLD Land Design – “Gengið á grjóti og gleri”
• ásta creative  - “Stormfiðri”
• Hnoss – grafísk hönnun og vöruhönnun
• IBA -The Indian in me – einstaklingsmiðuð hönnun skarts og fata
• Shadow Creatures – fatahönnun í skuggalegri innsetningu
• Spark – hönnun og smíði á rafknúnum kappakstursbíl

 

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy