Landslag – Ljósmyndasafn Reykjavíkur

By admin, 10/10/2012 10:23

Föstudaginn 12 Okt opnar sýningin Landslag í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Verkið samanstendur af myndum teknum í gegn um vefmyndavélar sem staðsettar eru víðsvegar um Ísland.

Um verkið:
Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.

Sýningin mun standa til 4. desember.

Sýningar opnar mánudaga til föstudaga 12:00 – 19:00

Föstudaga 12:00 – 18:00

Um helgar 13:00 -17:00

 

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy