Fjölmenni við opnun

By admin, 17/12/2009 14:42

Þann 14. desember síðastliðinn undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sæmundur Ásgeirsson formaður stjórnar Toppstöðvarinnar samning um afnot af Toppstöðinni. Fjölmenni var við opnun og var boðið upp á fjallagrasate ásamt brauði. Opið hús fylgdi í kjölfarið þar sem Toppfólkið kynnti sig og starfsemi sína.  Á mynd eru frá vinstri: Sæmundur Ásgeirsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason, Ingi Rafn Ólafsson og Guðrún Ingvarsdóttir. handshake

Leave a Reply

Panorama Theme by Themocracy