Íslensk bílaframleiðsla í Toppstöðinni

By admin, 02/02/2010 03:45

Laugardaginn 6. febrúar frá kl. 13-17 verður sýning á íslenskri bílaframleiðslu í Toppstöðinni

Vissir þú að hundruð íslensksmíðaðra bifreiða og vagna eru nú í notkun á íslenskum vegum. Í fyrsta sinn svo vitað sé verður efnt til kynningar á þessum hljóðláta iðnaði sem nú á bjarta framtíð, laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00-17.00, við Toppstöðina, gömlu varaaflstöðina í Elliðaárdal.
Sýndir verða 25-30 spennandi bílar og munu skaparar þeirra vera á staðnum til að svara spurningum áhugasamra. Toppstöðin sjálf er líka þess virði að skoða, en þar er nú aðsetur hönnuða og verkmanna sem vinna að ýmsum handföstum vörum. Í Toppstöðinni verða kynningar á hálftíma fresti á því hvað íslenskir bílahönnuðir og – smiðir eru að gera skemmtilegt og verðmætt fyrir þjóðfélag okkar.

Létt stemmning, bjartsýni og þor, enginn aðgangseyrir. Bílarnir eru allt frá sportbílum og jeppum til hópferðabíla og flutningabíla. Allt íslensk framleiðsla. Líka rafbílar!

Um það bil 30 farartæki verða á svæðinu. Sjón er sögu ríkari…

One Response to “Íslensk bílaframleiðsla í Toppstöðinni”

 1. Anna Sofía Kristjánsdóttir says:

  Komið þið sæl
  Hefur einhver komið með þá hugmynd að framleiða vistvænar rafhlöður m.a. í bíla? Það væri bilting fyrir rafbílaframleiðsluna.
  Önnur hugmynd sem mér hefur dottið í hug að hægt væri að þróa hér á landi eru vistvænar ljósaperur/lampar. Spariperur eru ekki góður kostur þegar á að farga eða endurnýja þær þar sem í þeim er kvikasilfur. Hugmyndin er að hanna lampa sem eykur ljósmagn (nota m.a.speglar, álplötur..) og minnka á móti styrkleika perunnar en fá sama ljósmagnið samt sem áður.
  Hugsum vistvænt og sköpum iðnað sem er góð útflutningsvara.
  Með kærri kveðju
  Anna Sofía Kristjánsdóttir arkitekt

Leave a Reply

Panorama Theme by Themocracy