Starfsmenn

By admin, 13/08/2010 06:34

 

Sæþór Ásgeirsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri Toppstöðvarinnar. Sæþór er með BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands frá 2008 og stefnir á útskrift með MSc gráðu í lok árs 2012. Í námi sínu hefur hann lagt áherslu á orkuverkfræði og endurnýjanlega orku, allt frá vetnis- og rafbílum til kjarnorkuverkfræði.  Síðan 2007 hefur Sæþór unnið að þróun og smíði óhefðbundinna vindmylla fyrir sumarhús,  sem eru sérstaklega hannaðar til að þola íslenska veðráttu.

Eftir BS nám starfaði Sæþór hjá Icelandic Hydrogen og ásamt því að leggja stund á meistaranám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Meistarverkefni Sæþórs felst í hönnun og smíði sporðdrifs fyrir báta.

Sæþór hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist grænni orku og orkunýtingu og alls kyns mekanískum kerfum.

toppstodin@gmail.com

 

Bangsi var fenginn hjá Kattholti til að halda músunum í skefjum. Bangsi er eins árs og fynnst ekkert skemmtilegra en að stela pennum og láta klappa sér. Hann er með háskólapróf í nagdýraræstingum og með vottað veiðileyfi frá umhverfisstofnun.

 

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy