Núverandi

By admin, 16/12/2010 10:44
Sigrún Sigurjónsdóttir er gull- silfursmiður auk þess að hafa farið utan og numið skartgripahönnun bæði á Ítalíu og Kanada, semsagt hugmyndaverkakona og könnuður. Það sem henni finnst spennandi að vinna út frá og kanna er aukinn aðgangur að upplýsingum er varða uppruna skartgripanna, bæði hugmyndalegan og efnislegan. Umhverfisvitund, endurvinnsla og húmor í hönnun eru henni einnig mjög hugleikin og verður spennandi að sjá hvert könnunarleiðangrar hennar liggja í framtíðinni.
Hægt er að hafa samband við hana hér
UNSTABLE
UNSTABLE er hönnunar og rannsóknastofa sem kannar félagslegar og pólitískar hliðar arkitektúrs í tengslum við borgina. UNSTABLE var stofnuð í New York af arkitektinum Marcos Zotes. Marcos hannaði ljós-innsetninguna “Rafmögnuð Náttúra” á framhlið Hallgrímskirkju sem opnunaratriði á Vetrarhátíð í Reykjavík 2012. Verk hans hafa verið sýnd í New York, London, Madríd, Barcelona, Reykjavík, og nú síðast á 13. Venice Architecture Biennale sem hluti af U.S. Pavilion “Spontaneous Interventions: Design Actions for the Common Good”.
Marcos fékk Professional Diploma í Arkitektúr frá London Metropolitan University, og síðan Master of Science in Advanced Architectural Design with “Honors Award for Excellence in Design” frá Columbia University í New York. Marcos hefur unnið á OMA / Office for Metropolitan Architecture í Rotterdam, CHORA í London, og starfar nú á Basalt Arkitektar í Reykjavík. Marcos hefur auk þess kennt arkitektúr í Barnard og Columbia háskóla í New York, og kennir nú við Listaháskóla Íslands.

 

IceWind

IceWind er þróunarverkefni Sæþórs Ásgeirssonar.  Verkefnið snýst um að þróa og koma á markað vindmyllum(vertical axis wind turbines) fyrir íslenskar aðstæður sérhannaðað fyrir sumarhús og minni kerfi. Verkefnið hófst 2007 og er stefnt á að hefja sölu snemma árs 2013. Sæþór er meistaranemi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og stefnir á útskrift í lok árs 2012

info.icewind@gmail.com

www.icewind.is

 

Dagný Land Design

Dagný Bjarnadóttir er landslagsarkitekt og eigandi  DLD – Dagný Land Design.  Menntun sína sótti hún til hins konunglega Landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með masters gráðu í landslagsarktitektúr árið 1992.  Dagný hefur fengist við fagið í bæði stórum og smáum skala, lengst af á  teiknistofunni Landslagi sem hún var einn af stofnendum að árið 1999, en rætur stofunnar byggðu á gömlum merg Reynis Vilhjálmssonar frumkvöðuls landslagsarkiteka fagsins á Íslandi. Viðfangsefni Dagnýjar hafa spannað allt fagið frá skipulagsverkefnum, landslagsmótunar í stórum skala til hönnunar leikskóla- og skólalóða, ásamt umhverfi opinberra bygginga og einkalóða.Undanfarin ár hefur áhugi hennar einnig beinst að innsetningum og sýningahönnun sem leiddi til þess að hún var beðin að hanna umgjörð sýningarinnar New Nordic Landscapes, sem var hliðarverkefni við World EXPO 2010 í Shanghai.  Verkefnið var norrænt samstarfsverkefni sem beindi sjónum að þætti Landslagsarkitektúrs við mótun manngerðs umhverfis.

Hugmynd Dagnýjar að gróðurhúsgögnunum FurniBloom hefur vakið talsverða athygli, en þau voru fyrst sýnd á Magma /Kvika sýningunni að Kjarvalstöðum árið 2007.  Á síðasta ári hlaut hún styrk frá  hönnunar-sjóðnum Auroru sem gerði að verkum að húsgögnin voru sett á markað og hafa í framhaldinu verið kynnt á tveimur sýningum erlendis á þessu ári, Stokkhólm furniture fair og Innovation festival í Vilnius, auk þess sem þau voru hluti af sýningarhönnuninni í Shanghai 2010 .  Umfjöllun um húsgögnin hafa birst víða um heim í tímaritum, bókum og fjöldinn allur af heimasíðum hafa fjallað um þau. Húsgögnin hafa verið í sölu í Epal og Aurum i Bankastræti, en einnig er hægt að leggja inn pöntun.

Dagný hefur einnig verið virk í félagsmálum á sviði landslagsarkitetúrs og hönnunar og er einn af stofnfélögum Hönnunarmiðstöðvar fyrir hönd FÍLA – félags íslenskra landslagsarkitekta og er nýkjörinnformaður stjórnar.

dld í ToppstöðDLD Hefur að leiðarljósi að horfa með vakandi augum og opnum huga á hvert verkefni og byggir á þeirri trú að í öllum verkefnum felist möguleiki á að skapa spennandi upplifanir og möguleiki á að bæta umhverfi okkar sem skilar sér í betra samfélagi og meiri lífsgæðum.

dagny@dld.is, dagny@ furnibloom.com, s: 8205355,   www.furnibloom.com, www.dld.is

 

 


 


Hallgerður Hallgrímsdóttir

Hallgerður Hallgrímsdóttir í ToppstöðinniHallgerður Hallgrímsdóttir er með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún fór að utan til að læra listræna ljósmyndun, en borgar reikningana með því að skrifa. Um þessar mundir er mest af skrifunum fyrir tímaritið Hús og híbýli, en hún hefur einnig unnið fyrir önnur blöð og miðla, á íslensku og ensku, tekið viðtöl fyrir Þjóðminjasafn Íslands og leiðbeint við Listaháskóla Íslands.
Hvað lýtur að ljósmyndun er Hallgerður þátttakandi í þver-evrópsku heimildaljósmyndaverkefni, European Borderlines, og kom í hennar hlut að vinna með Tyrkland og Ísland. Hún stefnir einnig á sýningu í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur í haust.
Í hönnunarhluta lífs síns ber nú hæst að Hallgerður er einn þriðji hönnunarteymisins Himinn & Haf, ásamt Guðna Valberg og Laufeyju Jónsdóttur. Teymið hefur nú til umráða svokallaðan Fógetagarð í Torg í biðstöðuverkefni Reykjavíkurborgar.

Heimasíða: hallgerdur.com

Blogg: hallgerdur.wordpress.com

Himinn & Haf: http://www.facebook.com/HiminnHaf

Hnoss

Hnoss er vörumerki í eigu listakvennanna Droplaugar Benediktsdóttur og Fanneyjar Sigrid Ingólfsdóttur. Droplaug útskrifaðist árið 2009 með Bachelor of Fine arts gráðu (e. „visual communication“) frá American InterContinental University í London og sérhæfði sig þar í teikningu og teiknimyndagerð. Fanney Sísí, eða Sísí, hefur víða komið við bæði erlendis og hérlendis í leiklist, keramik og myndlist.

Hnoss var stofnað í byrjun árs 2011, og hefur allt frá þeim tíma verið að þróast frá fyrstu hugmyndinni, sem var að framleiða íslensk barnaleikföng, yfir í að sérhæfa sig í pappírsvörum. Hnoss framleiðir allar sínar vörur á Íslandi og reynir eftir fremsta megni að notast við íslenskan efnivið. Allar vörurnar eru umhverfisvænar og sumar hverjar unnar úr 100% endurunnum pappír. Pappírsvörurnar sem nú þegar eru komnar á markað eru gjafapappír og gjafakort.

Markmiðið er að halda áfram að koma með nýjar vörur sem hressa upp á hversdagsleikann og munu þær í Hnoss stígaút fyrir pappírsrammann á næstunni og framleiða til að nefna origami-ljós og trépúsl.

Eins og stendur er hægt að nálgast vörur Hnoss í eftirtöldum verslunum:

Aurum, Bankastræti.

Skottur og Skæruliðar, Grettisgötu.

Ólátagarður, Snorrabraut.

Einnig auglýsa Hnoss reglulega opnar vinnustofur á Facebook síðu sinni, þar sem hægt er að koma og skoða vörur og versla beint af hönnuðunum.

www.hnossdesign.is

hnoss@hnossdesign.is

Shadow Creatures

Shadow Creatures í ToppstöðShadow Creatures er fatahönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem stofnað var af systrunum Sólveigu Rögnu og Gunnhildi Eddu Guðmundsdætrum vorið 2010. Shadow Creatures hafa lúxus, þægindi og eftirlátssemi í öndvegi ásamt myrkri blíðu og dulúð. Vörurnar eru því allar úr gæða lífrænum efnum ss. silki, ull og bómull sem stuðla að vellíðan. Systurnar, sem eru aðalhönnuðir fyrirtækisins, sækja innblástur í haust- og vetrarmyrkrið á Íslandi, silkikenda áferð skugganna, dulúðina í kringum þá og þær sögur sem myrkur hefur innblásið. Skugglegar, dulúðugar og spennandi, jafnvel ógnvænlegar sögur um skuggaverur sem  margir hafa hræðst á sama tíma og þær hafa vakið spennublandna forvitni.

Skapandi systur, af náttúrunnar hendi, sóttu sér krefjandi háskólamenntun í ólíkar áttir en þó báðar innan hönnunargeirans. Sólveig Ragna er með mastersgráðu í arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Árósum og  Edda er með B.S. gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Áður en Shadow Creatures var stofnað hélt Edda úti nokkrum smærri tískufatalínum og seldi hönnun sína meðal annars í Nakta Apanum, Trilogiu og Kron Kron. Þú getur nálgast nýjustu vörurnar frá  Shadow Creatures í verslunninni Kiosk á Laugavegi 33, 101 Reykjavík.

www.shadow-creatures.com

Verkstæðið

Hrafn Karlsson er vélvirkjameistari að mennt. Hér á árum áður vann hann á olíuverkstæði á Selfossi. Hann var verkstjóri hjá vélsmiðjunni Magna í Vestmannaeyjum. Hrafn hefur hannað og smíðað fjölda tækja sem notuð eru í sjávarútvegi. Hann er einn af meisturum verkstæðisins í Toppstöðinni.

 

 

Einnig eru eftirfarandi í húsinu:

Pelko

Tundra arkitekt

Inga Björk Andrésdóttir

Dieter Kunz

Sonja Björk Ragnarsdóttir

Ragnhildur Eiríksdóttir

UI Racing team, Háskóli Íslands

Alexander Schwarz

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy