Fyrrverandi

By admin, 16/12/2010 10:45

Valgerður Helga Schopka gegndi stöðu verkefnisstjóra Toppstöðvarinnar. Valgerður er með meistaragráðu í verkefnastjórnun MPM af Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og háskólagráðu í búninga- og tískuhönnun frá Ítalíu. Hún starfaði í átta ár sem innkaupamaður undirfatadeildar Hagkaupa og stýrði meðal annars innkaupum, vöruþróun og framleiðslu fyrir deildina. Valgerður var formaður Fatahönnunarfélags Íslands og varamaður í stjórn MPM-félagsins árin 2012 – 2012. Hún hefur mikinn áhuga á nýsköpun og vöruþróun.

 

Puzzled by Iceland

Puzzled by Iceland hannar og framleiðir minjagripi fyrir ferðamenn í formi púsluspils í mismunandi stærðum með fallegum ljósmyndum af íslenskum náttúruperlum og dýralífi. Ofan í hverri öskju er blað með skemmtilegum fróðleik um staðinn eða dýrið sem prýðir púslið og aftan á blaðinu er myndin sjálf til að púsla eftir.

Puzzled by Iceland var stofnað í ágúst 2010 af tveimur viðskiptafræðingum, þeim Guðrúnu Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur. Sala á púsluspilunum hófst hérlendis í nóvember í fyrra og er stefnan sett út fyrir landsteinana innan tíðar og hvort sem það verður Puzzled by Canada, Puzzled by Japan eða eitthvað annað á eftir að ráðast.

www.puzzledbyiceland.com

Samtök um hreinorkubíla

Samtökin voru formlega stofnuð í Toppstöðinni í Elliðarárdal þann 10. mars 2010 og er ætlað að vera regnhlífarsamtök áhuga- og atvinnumanna um bíla sem nota aðra orkugjafa en bensín og díselolíu (sjá nánar á www.hreinorkubilar.is).

 

Ari Arnórsson er formaður samtakanna. Hann hefur víða komið við eftir stúdentsprófið, innan skóla og utan, þó oftast við annað hvort upplýsingaöflun og -miðlun, eða bíla, og helst sameinað það allt saman. Í Toppstöðinni starfar Ari að farartækjahönnun fyrir ferðaþjónustu og björgun, í fyrirtæki sínu Jökum, starf sem hófst fyrir einum og hálfum áratug meðfram vinnu í ferðaþjónustu.

Ari er að mestu autodidakt eða sjálflærður.

 

Gunnar Sigfússon

Gunnar Sigfússon í ToppstöðGunnar er ritari Samtaka um hreinorkubíla. Hann er með Cand-Ing próf í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í München og hefur unnið við þróun rafmagnsstýringa og mælingabúnaðar fyrir rafmótora frá 1996 – 2000  meðal annars fyrir Háskóla þýska hersins og fyrir bílaframleiðandann MAN.  Á árunum 2000 –  2010 starfaði Gunnar einnig við hugbúnaðargerð hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. Landsbankanum og Tölvumiðlun. Frá miðju ári 2010 hefur Gunnar unnið að þróun nýrrar tækni í samstarfi við þýska fyrirtækið ATPE varðandi alhliða stýringu á rafmagnsdrifum fyrir ýmsan iðnað, m.a. bílaiðnað.

Gunnar hefur aðstöðu í Toppstöðinni og vinnur að þróun hugbúnaðar og hermilíkana á stýringum fyrir rafmagnsdrif. Auk þess stefnir hann á að koma upp aðstöðu til að prófa fullbúin rafmagnsdrif fyrir smábíla í Toppstöðinni árið 2011 í samvinnu við aðila innan og utan Toppstöðvarinnar.

 

Odinn & Thor – Design + Photography

Odinn & Thor er eins manns hönnunarstofa Óðins Þórs Kjartanssonar. Sérsvið Óðins Þórs er grafísk hönnun, ljósmyndun & vefsíðuhönnun. Óðinn Þór er með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Óðinn Þór hefur  einnig stundað nám við Istituto Europeo di Design á Ítalíu, Ljósmyndaskólann og Limkokwing University í Malasíu. Meðal fyrirtækja sem Óðinn Þór hefur hannað fyrir eru Geysir Shops, Kölski Records, Reykjavik Hotels, Ljósmyndaskólinn, Markhönnun og Glímusamband Íslands. Auk þess vinnur Óðinn Þór að eigin verkefnum.

www.odinnthor.com

odinn@odinnthor.com

 

Lúka Art & Design

Brynhildur Þórðardóttir Brynhildur Þórðardóttir er hönnuður og eigandi Lúka Art & Design. Hún er menntaður textíl- og fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands en fór til frekara náms í Bretlandi og sérhæfði sig í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Brynhildur hefur unnið sem sjálfstætt starfandi hönnuður í tæplega fimm ár og meðal annars fyrir Zo-On og Varma. Brynhildur hefur jafnframt  unnið fyrir Þjóðleikhúsið að búningum í leikritinu Bakkynjum og tekið að sér búningavinnu vegna tveggja verkefna, Kurteist fólk og Borgríki, fyrir Poppoli kvikmyndagerð. Í leikritinu Kurteisu fólki sá Brynhildur alfarið um búningana og verður kvikmyndin frumsýnd í lok árs 2010. Sérstakur ,,trailer” var gerður til að fjármagna kvikmyndina Borgríki og hannaði Brynhildur búningana fyrir hann.

Brynhildur var einn af eigendum GalleríBox á Akureyri ásamt þremur öðrum myndlistarkonum og var í þeim félagsskap um tveggja ára skeið. Lúka Art & Design var fyrst með vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands að Lyngási í Garðabæ en flutti inn í Toppstöðina í byrjun september 2010. Brynhildur hefur ástríðu fyrir búningum og fatnaði.

www.lukaartdesign.isluka.artdesign@gmail.com

 

Erla Björk Baldursdóttir

Erla Björk Baldursdóttir í ToppstöðErla útskrifaðist sem fata- og sníðahönnuður frá London College of Fashion sumarið 2010. Áður stundaði hún nám í hönnun og handíðum við Iðnskólann í Reykjavík og Fjölbrautarskólann í Breiðholti.

Erla Björk er nú að vinna að hönnun fyrir Hlýund sem sérhæfir sig í hlýjum hversdagslegum grunnfatnaði fyrir konur. Einnig er hún að vinna að sinni fyrstu sjálfstæðu línu sem brátt mun líta dagsins ljós.

hlyund@gmail.com

 

Guðni Rúnar Jónasson

Guðni Rúnar Jónsson í ToppstöðGuðni er annar tveggja höfunda heimasíðunnar Snoop-around.com eða Snuðru, sem heimsækir heimili, vinnustaði og vinnustofur skapandi fólks í þeim tilgangi að veita sýn inn í líf þess í myndum og viðtölum.

grjonasson@gmail.com

 

 

 

MASH

Anna María Sigurjónsdóttir ljósmyndari og Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður hafa komið sér fyrir í Toppstöðinni  og saman ætla þær að nýta kunnáttu sína og reynslu á sviði lista og iðnaðar á til að þróa nýstárlegar heildarlausnir fyrir fyrirtæki. Verkefnið snýst um að fá skapandi aðila inn í grunnuppbyggingu og grunnhugsun fyrirtækja og nýta sér þá möguleika sem hið skapandi ferli getur framkallað. Markmiðið er heildarlausnir og einföldun ferla þar sem hugmyndarflæði og skapandi hugsun ræður ríkjum.

 

Anna María Sigurjónsdóttir er með MFA gráðu í listrænni ljósmyndun en hún lærði og starfaði í Bandaríkjunum í 9 ár, m.a. í Philadelphiu og New York. Hún hefur haldið yfir 25 einkasýningar hér heima sem og erlendis. Framundan hjá henni á árinu eru m.a. tvær sýningar erlendis og útgáfa tveggja ljósmyndabóka.

anna@annamaja.comwww.annamaja.com, GSM: 864 4915

 

Sigríður Heimisdóttir er iðnhönnuður sem starfað hefur erlendis í fjölda ára m.a fyrir Ikea og Fritz Hansen. Hún hefur starfað með yfir 20 erlendum háskólum og haldið fjölda fyrirlestra og verið með vinnustofur víðs vegar um heim. Sigga rekur fyrirtækið studio Sigga Heimis.

www.siggaheimis.com

 

Páll Einarsson

Páll Einarsson er vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands. Páll hefur starfað sem sjálfstætt starfandi vöruhönnuður í þó nokkur ár, ásamt því að vera stundakennari við hönnunardeild Listaháskóla Íslands og við hönnunardeild Iðnskólans í  Hafnarfirði. Páll hefur einnig starfað við framleiðslusvið Marels og í ýmis konar smiðjum, s.s. vél- og blikksmiðju, ásamt nýsmíði og samsetningu rafbúnaðar.

pall@projekt.is – gsm 821 2906

 

Pétur Thomsen

Pétur Thomsen er með BTS gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques og MFA gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie í Arles í Frakkalandi. Á síðustu árum hefur hann verið með einkasýningar í Listasafni Íslands (2010), Transphotographique í Lille í Frakkalandi (2010) og Ljósmyndasafni Reykjavíkur (2010) og tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. á Íslandi, Spáni, í Grikklandi, Danmörku, Noregi, Finlandi, Frakklandi, Belgíu, Bandaríkjunum og Japan.

Pétur hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar. Árið 2004 vann hann hin virtu Prix LVMH des jeunes créateurs. Árið 2005 var Pétur valin einn af 50 áhugaverðustu ljósmyndurum framtíðarinnar og tók þátt í reGeneration verkefninu á vegum Elysée listasafnsins í Sviss.
Sýningin Aðflutt landslag í Listasafni Íslands var valin myndlistarsýning ársins 2010 af gagnrýnendum Morgunblaðsins. Pétur hefur á síðustu árum vakið athygli, bæði á Íslandi og erlendis, fyrir verk úr ljósmyndaröðunum Aðflutt landslag og Umhverfing, sem báðar fjalla um manninn andspænis og í náttúrunni, og tilraunir hans til að móta og breyta náttúru í manngert umhverfi.

Pétur hefur á undanförnum árum kennt ljósmyndun á námskeiðum og „workshop“ bæði á Íslandi og erlendis sem og í framhaldsskólum á Íslandi.  Pétur sér einnig um Nikon Skólann á Íslandi. Hægt er að sækja námskeið Péturs í Toppstöðinni og eru ný námskeið auglýst reglulega.

 

Projekt – hönnun og vöruþróun

Projekt ehf. er íslenskt fyrirtæki sem býður alhliða hönnunarþjónusta, allt frá hugmyndasköpun, vöruhönnun- og þróun til framleiðslumála, umbúðahönnunar og markaðssetningar. Markmið Projekt er að vinna með fyrirtækjum til að styrkja samkeppnishæfni þeirra á markaði. Hægt er að hafa samband á í síma 5513101 og sjá nánar á www.projekt.is og á fésbók.

Bóel – nature & nostalgia

Sveinbjörg Jónsdóttir vinnur að hönnun og þróun værðarvoða undir vörumerkinu Bóel – nature & nostalgia. Sjá nánar á fésbók.

Sveinbjörg er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem nú er Listaháskóli Íslands, og frá Design and Commercial Art frá San Diego City College í Bandaríkjunum. Sveinbjörg hefur starfað sem hönnuður á markaðssviði Nýherja og sem hönnuður á vöruþróunarsviði og alþjóðamarkaðssviði hjá Össuri. Sveinbjörg hefur einnig starfað sem hönnuður hjá hönnunarstofunni Sóda, auglýsingastofunum Gott Fólk McCann Ericsson og Hér og Nú. Sveinbjörg er félagi í FÍT.

sveinbjorg@projekt.is – GSM: 663 7901

 

Egill Sveinbjörn Egilsson

Egill er iðnhönnuður frá The Design Academy í Endhoven og lauk MBA námi frá Háskóla Íslands vorið  2010. Egill var um árabil í rannsóknar- og þróunnardeild Össurar hf. og stýrði teymi í þróun á framleiðsluvörum. Egill hefur komið að stundakennslu og haldið fyrirlestra við Listaháskóla Íslands frá árinu 2002, ásamt því að að sitja ýmsar nefndir við skólann eins og inntökunefnd og dómnefndir. Egill situr í stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands og er starfandi formaður Félags vöru- og iðnhönnuða. Auk þess að vera iðnhönnuður er Egill með sveinspróf í bifvélavirkjun.

egill@projekt.is

GSM: 661 7200

 

Fafu

Leikfangafyrirtækið Fafu var stofnað í júní 2009 og var fyrst frumkvöðla til að flytja inn í Toppstöðina í september 2009. Fafu hannar og framleiðir skapandi leikföng fyrir börn á aldrinum 0-10 ára og byggir stefna fyrirtækisins á sanngjörnum viðskiptaháttum (fair trade). Stofnendur Fafu eru Hulda Hreiðarsdóttir sem er með BA próf í íslensku og fjölmiðlafræði og með diplóma í fumkvöðlafræðum og Þórunn Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Framgangur Fafu hefur verið umtalsverður og sumarið 2010 flutti fyrirtækið sig yfir í Klakið.

 

Ninja Ómarsdóttir

Ninja er markaðsfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og  með MSc. próf í Alþjóðlegri viðskiptastjórnun frá Copenhagen Business School í Danmörku. Ninja hefur starfað sem verkefnastjóri á markaðssviði Nýherja og rekstrarstjóri sprotafyrirtækisins WBS, sem sameinaðist IP Fjarskiptum/Hive. Ninja hefur einnig starfað sem verkefnisstjóri í forvarnarverkefni hjá góðgerðarsamtökum í Malasíu og samskiptafulltrúi samtaka umhvefismála á Indlandi. Í Toppstöðinni var Ninja hluti af fjögurra manna teymi hönnunarstofunnar Projekt ehf.  Ninja tók við starfi framkvæmdastjóra Ímark haustið  2010.

 

Kristleifur Daðason

Kristleifur er fæddur 1979 og er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur eins og  að hanna og smíða hljómflutningstæki. Kristleifur hefur fengið Hrafn á verkstæði Toppstöðvarinnar í lið með sér til að smíða álbox utan um magnara. Þeir eru í grunninn frá 41Hz.com og eru útfærslur á Tripath-kubbum sem hljóma ótrúlega vel og eyða næstum engri orku. Hugmyndin er að smíða sjálfur óvenjulegar græjur sem „sánda“ vel fyrir lítinn pening og dreifa svo kunnáttunni sem víðast – til dæmis umræddra magnara og “full-range” hátalara, þar sem ein keila skilar öllu tíðnisviðinu og hátalarakassinn er hluti af akústíkinni. Þetta gefur mjög sérstakan og opinn hljóm. Síðar verður smíðaður ghettoblaster sem spilar mjög hátt og mjög lengi á batteríum.

Ef þið hafið spurningar um hljómflutningstæki, sparneytnar rafrásir, surface-mount lóðningar, Linux, tölvunarfræði, skjákortaforritun eða hvað sem er, þá er netfangið kristleifur@gmail.com.

 

Solson

Stefán Pétur Sólveigarson í ToppstöðStefán Pétur Sólveigarson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann er sjálfstætt starfandi vöruhönnuðir og  stundakennari við Listaháskóla Íslands. Verk Stefáns Péturs eru margvísleg og spanna allt frá spilum og kertastjökum til verðlaunagripa og merkinga á mannvirkjum. Hann reynir fyrir sér með form og efni og sækir fyrirmyndir úr öllum áttum. Hann nálgast hönnun eins og vísindamaður og telur hönnuðum nær ekkert óviðkomandi þar sem hönnun snúist fyrst og fremst um lausnir.

www.solson.is

 

Þorsteinn Geirharðsson

Þorsteinn er arkitekt og iðnhönnuður, menntaður í Austurríki, Kanada og á Ítalíu. Hann hefur starfað á teiknistofum frá 1980 og rekið eigin teiknistofu frá 1992. Sem arkitekt hefur hann einkum fengist við hönnun skólabygginga og heilbrigðisstofnana. Þorsteinn hefur setið í stjórnum, nefndum og ýmsum starfshópum fagfélaga arkitekta, iðnhönnuða og Form Island. Þorsteinn starfaði um tveggja ára skeið hjá Ingo Maurer, ljósahönnuði í München, við lampa- og lýsingarhönnun. Á meðan Þorsteinn hafði aðsetur í Toppstöðinni vann hann að vöruþróun á sviði lýsingar. Þorsteinn snéri aftur til starfa sem arkitekt haustið 2010.

 

Vala Magg

Valgerður Magnúsdóttir hannar undir nafninu Vala. Vala lauk námi af Listnámsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti og árið 1998 hélt hún til frekara náms í keramiki og skúlptúr í Engelsholm í Danmörku. Árið 2007 hóf hún nám í hönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði.

Vala starfaði sem aðalhönnuður tímaritsins Fimir fingur í nokkur ár. Vörur hannaðar af Völu voru framleiddar og seldar í þúsundum eintaka í versluninni Völusteini og í heildsölu til verslana um land allt.  Vala hefur að auki unnið sem leiðbeinandi í trémálun, keramikmálun og almennum hannyrðum.

Vala hefur reynslu af verslunarrekstri þar sem hún var um árabil verslunar- og innkaupastjóri hjá Völusteini.  Síðar varð hún verslunarstjóri og útlits- og framsetningarstjóri í verslunum Leikbæjar.

Vala hefur komið sér fyrir í Toppstöðinni og vinnur nú að hönnun á fylgihlutum í barnaherbergi, leikföngum og föndurpakkningum.  Það sem Vala leitast eftir í hönnun sinni er að hægt sé að vinna með hana á fjölbreyttan hátt og að viðskiptavinurinn/notandinn hafi val um endaútfærsluna. Markmiðið er að opna verslun með áherslu á íslenska hönnun handa börnum eftir hana sjálfa ásamt öðrum hönnuðum og handverksfólki.

valamagg@internet.is – gsm 862 1242

 

 

Guðrún Harpa Örvarsdóttir

Guðrún Harpa er starfandi myndlistarmaður í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1992 og lauk svo stúdentsprófi af Mynd- og handíðarbraut frá sama skóla árið 1995. Hún hefur einnig stundað nám í Vancouver í Kanada við Emily Carr University of Art and Design og Kwantlen University B.C. þar sem hún lærði Industrial Design Sketching og Interior Decoration. Að undanförnu hefur hún verið að hanna mynstur út frá málverkum sem hún málaði á árunum 2003-2005 og fór í framhaldi af því,  á Brautargengisnámskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar setti hún saman viðskipaáætlun fyrir glæsilega textílvörulínu þar sem markmiðið er að framleiða hágæða sængurfatnað og baðherbergislínu fyrir luxus-hótel úti í hinum stóra heimi. Í dag vinnur hún af fullum krafti við að koma verkefninu í framleiðslu og ætlar sér að markaðsetja hana að mestu erlendis

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy