Ljósmyndanámskeið

By admin, 04/01/2011 12:02

Stafrænar spegilmyndavélar í ToppstöðToppstöðin hefur fengið ljósmyndarann Pétur Thomsen til liðs við sig í fjölbreyttan hóp Toppfólks. Pétur mun halda hin eftirsóttu ljósmyndanámskeið sín á stafrænar spegilmyndavélar í Toppstöðinni. Námskeiðin eru bæði ætluð byrjendum og lengra komnum notendum stafrænna spegilmyndavéla (s.s. Canon Eos 450D, Nikon D3100, D5000 eða sambærilegum vélum). Kennt er hvernig hægt er á einfaldan hátt að taka betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarksgæðum úr myndavélinni. Farið er yfir stillingar á myndavélinni, valmynd (menu) og virkni takka. Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni, s.s. ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira. Farið er í grunnatriðin í flassnotkun og mynduppbyggingu og margt fleira.

Hvert námskeið er þrjú kvöld og kennsla fer fram kl. 19:00 – 22:00 í Toppstöðinni, Rafstöðvarvegi 4, 110 Reykjavík.

Námskeiðið kostar kr. 26.000.

Skráning og upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://namskeid.peturthomsen.is/namskeid/grunn/.

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy