Saga Toppstöðvarinnar

By admin, 06/11/2009 10:21

Toppstöðin er grasrótarverkefni sem fór af stað í kjölfar hrunsins haustið 2008 og er ætlað að vera liður í endurreisn íslensk þjóðfélags með því að stuðla að aukinni sjálfbærni innanlands, auknum útflutningstekjum og fjölgun starfa. Starf stöðvarinnar miðar að því að auðvelda frumkvöðlum með nýskapandi verkefni á sviði vöruþróunar að  verða að fullgildum fyrirtækjum með sem minnstum startkostnaði. Um leið stuðlar stöðin að vakningu og fræðslu um mikilvægi iðnaðar, hönnunar og sjálfbærni í íslensku samfélagi. Toppstöðin er miðstöð fyrir frumkvöðla sem vinna að nýsköpun á sviði iðnaðar og hönnunar. Stöðin hefur að markmiði að auka tengsl milli hönnunargreina og iðngreina.

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy