UMSÆKJENDUR

By admin, 14/10/2009 23:24

Toppfólk

Ef þú ert með hugmynd að verkefni sem gæti notið góðs af aðstöðu og starfi Toppstöðvarinnar til frekari þróunar getur þú sótt um aðstöðu hjá Toppstöðinni með því að senda inn umsókn með lýsingu á verkefninu. Toppfólk greiðir 11.500 krónur í aðstöðugjald á mánuði en fær á móti fasta vinnuaðstöðu innan stöðvarinnar og tengingu við aðra starfsemi innan og utan hússins. Toppfólk skuldbindur sig til að leggja 10% tíma síns fram til samfélags Toppstöðvarinnar í formi uppbyggingar Toppstöðvarinnar, aðstoð við aðra frumkvöðla og síðast en ekki síst til að sækja sér þekkingu, örvun og innblástur.  Ef þú hefur áhuga á að sækja um aðstöðu getur þú nálgast Umsoknareydublad Toppstod.

 

Hollvinur

Ef þú eða aðilar tengdir þér hafa áhuga á að styrkja starf stöðvarinnar með framlögum í formi vinnu, efnis eða fjárstyrks er þér bent á að hafa samband í síma 568 5710, í farsíma 892 9709 eða senda töluvpóst á netfangið toppstodin@gmail.com.

 

Gestir

Toppstöðin er ætíð opin þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi hennar. Upplýsingar um opna fyrirlestra og vinnustofur eru kynntar reglulega á vefsíðu og fésbókarsíðu stöðvarinnar en einnig er fólk velkomið að koma og kynna sér starf stöðvarinnar eftir samkomulagi. Áhugasamir ættu að hafa samband í síma 892 9709 eða senda tölvupóst á toppstodin@gmail.com.

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy