Saga hússins

By admin, 31/05/2011 12:00

Bygging Toppstöðvarinnar er amerískt 6400 m2 stálgrindarhús og var reist sem 7500 kw orkuver með aflmiklum túrbínum til rafmagnsframleiðslu eftir síðari heimsstyrjöld. Hún var einkum ætluð að vera til vara við línubilanir frá Sogi. Flatarmál sjálfs húsgrunnsins er um 2100 m2 og var staðsettur á austurbakka Elliðaánna á milli aðalæða Hitaveitunnar til Reykjavíkur og Aðalspennistöðvar Sogsvirkjunar og tók stöðin til starfa í apríl árið 1948. Hún var notuð til að sinna toppálagspunktum í orkuþörf og þaðan kemur nafn stöðvarinnar. Stöðin notaði kælivatn úr Elliðaánum og var hvort í senn varastöð og toppstöð fyrir Rafmagnsveituna ásamt því að geta tekið á sig álagstoppa með hiturum fyrir hitaveitukerfið. Á árunum 1950-1952 kom varastöðin að miklu gagni sem grunnálagsstöð þar sem lágrennsli var í Soginu vegna lítillar úrkomu. Hlutverki Toppstöðvarinnar lauk með byggingu Búrfellsvirkjunar sem var fullgerð 1969. Eigandi hússins er Landsvirkjun en lóðarinnar Orkuveita Reykjavíkur.

Áform um niðurrif stöðvarinnar hafa verið um árabil en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Niðurrifum hefur verið slegið á frest vegna efnahagshrunsins og hýsir byggingin nú starfsemi frumkvöðlaseturs. Toppstöðvarsamtökin hafa nú afnot af 600 m2 byggingarinnar.

Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy