Stjórn Toppstöðvarinnar

By admin, 23/11/2009 15:39

Guðmundur Pétursson Guðmundur S. Pétursson er fæddur á því herrans ári 1956. Þá var mikill uppgangur í bílaframleiðslu amerískra bifreiða og á þessum árum var mikið lagt upp úr glæsileika og miklu krómi.

Guðmundur er norðlendingur og kennir sig við Skagafjörð. Þar, í sveitinni, kynntist hann sveitastörfunum og lærði að ekkert er ómögulegt. Með það að veganesti lagði hann af stað út í alvöru lífsins og gerðist sjálfur bóndi aðeins 18 ára gamall. Aðstæður og þráin eftir því að kynnast heiminum og öðru en sveitamennskunni urðu til þess að hann hætti búskap eftir þrjú ár í sveitinni og lagði af stað í nám.

Guðmundur hóf iðnnám fyrst í ketil- og plötusmíði en síðan í rafvélavirkjun. Síðan lauk hann tæknifræðifræðinámi í sterkstraumstæknifræði 1987 frá Odense teknikum í Danmörku. Eftir þriggja ára búsetu í Danmörku hóf Guðmundur stórf hjá RARIK og vann síðan á verkfræðistofu um nokkurt skeið. Í dag er Guðmundur gæðastjóri Landsvirkjunar og hefur starfað við gæða- og öryggismál fyrirtækisins frá 1999.

Guðmundur hefur unun af því að starfa að félagsmálum og nýtur þess að leggja eitthvað af mörkum, ekki síst ef það er skapandi og styður við sprota- og frumkvöðlastarfsemi næstu kynslóða. Þannig heillar sköpunarverk Toppstöðvarinnar, gamli tækjabúnaðurinn, hlutverk hennar til forna og í nútíð. Saga og bygging sem þarf að varðveita samhliða því að efla sköpunarkraftinn og orkuna sem þar býr í hverju skúmaskoti …

 

 


Sæmundur Ásgeirsson
er einn af hugmyndasmiðum og stofnendum ásamt því að vera stjórnarformaður Toppstöðvarinnar. Sæmundur er húsasmíðameistari og starfar hjá Félagsbústöðum við verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit. Auk ómælds sjálfboðastarfs í þágu Toppstöðvarinnar tekur Sæmundur þátt í öflugu starfi siglingaklúbbsins Snarfara. Sæmundur er sveitadrengur í húð og hár og hefur áratuga reynslu af kartöflurækt.

saemiselur@gmail.com

 

A_Andri_pix_155Andri Snær Magnason er einn af stofnendum Toppstöðvarinnar. Hann er rithöfundur og hefur gefið út ljóðabækur, skáldverk, leikrit og fræðirit auk þess sem hann leikstýrði ásamt Þorfinni Guðnasyni heimildarmyndinni Draumalandið. Verk Andra hafa komið út á meira en 20 tungumálum, nú síðast í Danmörku, Kína og Japan. Andri hefur verið öflugur fyrirlesari og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum gegnum tíðina. Í samstarfi við arkítekta hefur hann átt hlut í sigurtillögum sem fæstar hafa verið byggðar að Krikaskóla í Mosfellsbæ undanskildum.

www.andrisnaer.is

andrimagnason@gmail.com

 

Páll Einarsson er einn af fyrstu frumkvöðlunum sem fluttu í Toppstöðina og lagði hönd á plóg við standsetningu hússins í upphafi. Páll er vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem hönnuður hjá OK Hull. Áður hafi hann verið sjálfstætt starfandi vöruhönnuður í þó nokkur ár, ásamt því að vera stundakennari við hönnunardeild Listaháskóla Íslands og við hönnunardeild Iðnskólans í  Hafnarfirði. Páll hefur einnig starfað við framleiðslusvið Marels og í ýmis konar smiðjum, s.s. vél- og blikksmiðju, ásamt nýsmíði og samsetningu rafbúnaðar.

pall@okhull.com

 


 


Comments are closed

Panorama Theme by Themocracy