Gler í byggingum – Hádegiserindið miðvikudag 23.11. kl. 12.10-13.00.

By admin, 17/11/2011 17:27
Hádegiserindi um gler í ToppstöðÞriðja erindið í hádegiserindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu – hráefni, framboð og vinnslumöguleika verður haldið miðvikudaginn 23.11. kl. 12.10 – 13.00.
Það er Ragnar Pálsson iðnaðartæknifræðingur og framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Samverk ehf. sem fjallar um gler í byggingum og framleiðslumöguleika.
Glerverksmiðjan Samverk var stofnuð 1969 og hefur Ragnar verið framkvæmdastjóri frá árinu 1995. Verksmiðjan og sölustarfsemi er á Hellu og sýningarsalur í Víkurhvarfi 6 í Kópavogi, við Vatnsendahæð. Aðal framleiðsluvörur eru tvöfalt einangrunargler, einfalt gler og speglar, sturtuklefar, glerhurðir, glerveggir ofl.

Allir velkomnir.

Ljósmyndanámskeið Péturs Thomsen að hefjast!

By admin, 14/11/2011 11:34

Ljósmyndanámskeið Péturs Thomsen haldin í ToppstöðPétur Thomsen ljósmyndari og myndlistarmaður hélt röð ljósmyndanámskeiða um noktun starfrænna spegilmyndavéla í Toppstöðinni síðastliðið vor og var uppbókað á þau öll. Okkur er ánægja að tilkynna nú hefjast aftur hin vinsælu ljósmyndanámskeið Péturs Thomsen í Toppstöðinni.

Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum spegilmyndavélum.
Spegilmyndavélar eða DSLR myndavélar eru til dæmis Canon Eos 450D, Eos 60D, Nikon D5000, D3100 eða sambærilegar vélar.

Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á grunnatriðum ljósmyndunar.

Farið er yfir stillingar á myndavélinni, menu og virkni takka.
Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni : Ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira.
Farið er í grunnatriðin í flassnotkun og mynduppbyggingu og margt fleira.

Námskeiðið er 3 kvöld. Kennt frá klukkan 19:00 til 22:00.

Næsta námskeið verður haldið dagana 30. nóvember, 5. & 7. desember (skráning þegar hafin hér).

Alþjóðleg athafnavika í Toppstöð

By admin, 11/11/2011 12:16

Alþjóðleg athafnavika í Toppstöð 2011Í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku verða nokkrir frumkvöðlar og hönnuðir Toppstöðvarinnar með vinnustofur sínar opnar almenningi fimmtudaginn 17.11. kl. 15 – 18.

Áhugasömum gefst þá tækifæri á að kynna sér athafnasemi og verk eftirfarandi frumkvöðla og Toppfólks: Ingu Bjarkar Andrésdóttur fatahönnuðar, Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts, Droplaugar Benediktsdóttur og Fanneyjar Sesselju Ingólfsdóttur vöruhönnuða, Gunnars Sigfússonar og Halldórs Sigurþórssonar rafbílahönnuða og fleiri.

Gengið á gleri – landslagsarkitektúr:

DLD – Dagný Land Design

Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hefur að undanförnu unnið með grjót og endurunnið gler sem yfirborðsefni. Efnið hefur  þann eiginleika að hleypa vatni í gegnum sig, þannig að yfirborð helst ávallt þurrt.  Unnt er að nota það á margvíslegan máta, t.d. umhverfis götutré og fá þá ræturnar nægan raka.

Dagný er jafnframt með ljós í vinnslu sem hlotið hefur vinnuheitið „Flaskan mín fríð“, enda eingöngu unnið úr muldu drykkjargleri frá Endurvinnslunni.

Gestum gefst kostur á að skoða prufur Dagnýjar á vinnslustigi.

Dagný Bjarnadóttir útskrifaðist frá konunglega Landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn með meistaragráðu í
landslagsarktitektúr árið 1992.

Vöruhönnun:

Hnoss

Fanney “Sísí” Ingólfsdóttir og Droplaug Benediktsdóttir eiga og reka vörumerkið Hnoss. Hugmyndin að Hnoss fæddist snemma árs 2011 og hefur verið í mótun síðan þá. Hnoss snýst um að skapa fallegar vörur og leikföng fyrir börn, þar er ímyndunaraflið fær á njóta sín og takmörkin eru engin. Í bígerð er fyrsta leikfang Hnoss, Gætrur, sem verður tilbúið snemma árs 2012. Gætrur merkir barnaleikir; falleg, gamaldags tréleikföng færð í nýjan og nútímalegri búning. Varan verður framleidd að öllu leyti hérlendis.

Á meðan að á vöruþróuninni stendur standa Hnossstúlkur í því að hanna tækifæriskort og aðrar fallegar prentvörur, allar framleiddar á Íslandi. Þær verða komnar  í sölu núna í nóvember.

Fatahönnun:

IBA-The Indian in me

Í menningu og trúarlífi indjána er lögð mikil áheyrsla á fjölbreytileika hvers einstaklings. Engin manneskja er
eins og því er enginn skartgripur nákvæmlega eins. Ekki einu sinni í hverju pari fyrir sig. Eiginleiki hvers og eins heillar Ingu Björk Andrésdóttur fatahönnuð og hún leggur áherslu á að hver og einn finni eitthvað sem höfðar til sín í skartinu og fatnaðinum sem hún hannar og verði algjörlega hans án þess að aðrir eigi
nákvæmlega eins.

Inga Björk Andrésdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2008 og
er með vinnuaðstöðu í Toppstöðinni fyrir merkið sitt IBA-The Indian in me.

Dagur rafbílsins

Þróunarfélag rafbíla stendur fyrir “Degi rafbílsins” í Toppstöðinni fimmtudaginn 17.11. kl. 16-18.  Hægt verður að kynna sér þróunarvinnu félagsins við umbreytingar á bensínknúnun bílum yfir í rafknúna bíla . Auk þess verða á staðnum rafbílar sem almenningi gefst kostur á að prufukeyra með rafbílamönnum á svæði Toppstöðvar.

Jafnframt verða á staðnum verkfræðinemar frá Háskóla Íslands úr teyminu Uni. Iceland Racing Team sem
hafa aðstöðu í Toppstöðinni við hönnun og þróun rafknúins kappakstursbíls, Uni. Iceland Racing Team Vinnum að hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíls Uni. Iceland Racing Team Vinnum að hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíls.
Allir sem áhuga hafa á sköpun og frumkvæði eru hvattir til að koma. Kaffi á könnunni.

Dagur rafbílsins í Toppstöð

By admin, 09/11/2011 11:08

Rafbílar í ToppstöðÍ tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku stendur Þróunarfélag rafbíla fyrir “Degi rafbílsins” í Toppstöðinni fimmtudaginn 17.11. kl. 16-18.

Hægt verður að kynna sér þróunarvinnu félagsins við umbreytingar á bensínknúnun bílum yfir í rafknúna bíla . Auk þess verða á staðnum rafbílar sem almenningi gefst kostur á að prufukeyra með rafbílamönnum á svæði Toppstöðvar.

Kaffi á könnunni.  Allir velkomnir.

Frestur til 1.11. að sækja um pláss í Toppstöð!

By admin, 25/10/2011 10:19

Frestur til að sækja um pláss sem eru að losna í hönnunar- og skrifstofuálmu Toppstöðvarinnar framlengdur til 1.11.

Um er að ræða annars vegar:

•þriggja til fjögurra manna rými í skrifstofuálmu hússins sem er tilvalið fyrir einstaklinga eða fleiri í samstarfi

og hins vegar:

• eitt pláss í fatahönnunarálmu hússins, þar sem aðstaða er fyrir skrifborð, sníðagerð, saumavél og fataslár.

Aðilar með spennandi verkefni á sviði hönnunar eða með nýskapandi verkefni eru hvattir til að senda inn umsókn fyrir 1.11. næstkomandi í netfangið toppstodin@gmail.com . Umsóknareydublad á heimasíðu Toppstöðvar undir “Umsækjendur”. Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 8929709 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.

Móttaka duftkerja í Toppstöðinni 31.10.

By admin, 20/10/2011 14:23

Móttaka duftkerja í ToppstöðinniÍ tilefni af Alþjóðlegu Ári Skóga 2011 er efnt til samkeppni um duftker úr íslenskum viði.

Mánudaginn 31. október milli kl. 13:00 og 16:00 verður Hulda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Alþjóðlegs árs skóga í Toppstöðinni og veitir móttöku gripum sem taka þátt í samkeppninni.

Sjá nánar á heimasíðunni www.arskoga2011.is .

Laus aðstaða í Toppstöðinni

By admin, 14/10/2011 11:46

Nokkur pláss eru að losna  í hönnunar- og skrifstofuálmu Toppstöðvarinnar.

Um er að ræða annars vegar:

  • eitt pláss í fatahönnunarálmu hússins, þar sem aðstaða er fyrir skrifborð, sníðagerð, saumavél og fataslár og hins vegar
  • þriggja til fjögurra manna rými í skrifstofuálmu hússins sem er tilvalið fyrir einstaklinga eða fleiri í samstarfi.

Aðilar með spennandi verkefni á sviði hönnunar eða með nýskapandi verkefni eru hvattir til að senda inn umsókn fyrir 24.10. næstkomandi í netfangið toppstodin@gmail.com .  Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Hægt er að koma og skoða aðstöðuna með því að bóka tíma og fá nánari upplýsingar hjá Valgerði verkefnisstjóri í síma 568 5710 eða 8929709  eða með því að senda fyrirspurn á netfangið toppstodin@gmail.com.

Viður – hádegiserindið miðvikudaginn 19. október kl. 12.10 – 13.00

By admin, 12/10/2011 15:39

Jón Guðmundsson fjallar um við í ToppstöðinniÞá er komið að öðru erindinu í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni, framboð og vinnslumöguleika.

Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur, kemur í Toppstöðina og fjallar um hvar verðmætu hlutana er að finna í trjáviði.

Hver trjátegund hefur kosti og galla sem smíðaviður. Beina boli er hægt að nota í margs konar smáhýsi, útihúsgögn, klæðningar og burðarvirki en verðmætasti viðurinn er viður lauftrjáa sem má nota á enn fjölbreyttari hátt en við barrtrjáa, t.d. með formun við gufuhitun og pressun.

Hönnuðir og iðnmenntaðir eru hvattir til að koma, en erindið er öllum opið. Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.

Borgarstjórinn í bleiku

By admin, 07/10/2011 16:49

Í dag kemur út fyrsta pússlið í vörulínunni Puzzled by People frá Toppfyrirtækinu Puzzled by Iceland. Þar tekur borgarstjórinn okkar, Jón Gnarr, sig vel út í bleiku. Í tilefni af því renna 500 kr. af hverju seldu pússli þessa vikuna til Krabbameinsfélagsins.

Toppmæting á málmfyrirlestur!

By admin, 30/09/2011 15:12

Daníel Óðinsson í ToppstöðToppmæting var á fyrirlestur Daníels Óla Óðinssonar, framkvæmdastjóra Járnsmiðju Óðins, á miðvikudag í Toppstöðinni.  Yfirskrift fyrirlestursins var “Hannað í málm” og fjallaði Daníel ítarlega um eiginleika, áferðir og vinnslumöguleika algengustu smíðamálma, svo sem áls og stáls. Ljóst er að mikill áhugi ríkir hjá hönnuðum til að kynna sér möguleika sem liggja í innlendri framleiðslu.

Næsta hádegiserindi er áætlað miðvikudaginn 19. október. Nánar um það síðar.

Panorama Theme by Themocracy